FROST: Algjört klúður

16 Sep

Image

Ég skil ekki hvernig það er hægt að klúðra svona góðri hugmynd af bíómynd. Staðsett uppá jökli, eitthvað freaking weird gerist og flest allir deyja á meðan þeir sem eru lifandi reyna að komast af jöklinum og finna út hvað er í gangi. En nei. Einnhver ákvað að taka þá hugmynd og skeina sér með henni, láta þroskaheftan leikstjóra sinna því og fá útúr þér 80 mínútúr af ekki neinu. Þegar það kemur svona illa gert ‘ekkert’ á filmu og sýnir sig í bíóhúsum, þá verða þau fórnalömb fyrir ákveðnum skaða sem kallast „Uwe Wiseau“-sýkinging. Ein þannig bomba akkúrat hérna. Bara til þess að láta þig vita kæri lesandi: Ég fýlaði ekkert Reyni Lyngdal eitthvað fyrir, þannig að þú gætir skilið haturinn minn aðeins meira á meðan þú lest þessa grein. Er ennþá með ógeðsbragðið eftir „Okkar Eigin Osló“ í kjaftinum.

Ef það er eitthvað sem fór mest í taugarnar á mér við myndina er hvernig það er hægt að klúðra „found-footage“-gerðinni. Hún er sjúklega einföld. Taka hana upp eins og þú myndir finna spólu sem einnhver amatör-mongólíti-með parkinson heilkenni tók hana upp (nokkrar góðar: Cloverfield, Blair Witch Project, Paranormal Activity og Chronicle). Í staðin hefur hún tónlist, ekta klippingu eins og gaurinn var að ýta á record, stoppa record og aftur record, hræðilegan hristing (alveg fokking hræðilegan, bara til þess að koma í veg fyrir því að maður sér ALDREI hvað er í gangi) og stundum virðist eins og myndavélarnar taka upp á sjálfum sér. Það sem mér fannst mest cheap var að hafa tónlist. Virkilega bad move. 

Mest nauðguðustu setningarnar í myndinni voru: „Hvað er í gangi?“, „Hvað var þetta?“ og „Ég veit ekki!“. Skömmustulegt handrit. Hvernig ætlar maður að spila heila mynd með þannig persónuspilun? Sumstaðar voru leikararnir mjög góðir en mér fannst eins og það var verið að kjæfa leikarana í sumum atriðunum, sérstaklega spennu-atriðunum. Þar sem þeir voru aðeins góðir eru róllegu atriðunum (áður en atburðarrásin gerðist og eitthvað smá í miðjunni) en þegar það var komið að því að þau skildu actually leika þá allt í einu urðu þau dumb as a bag of rocks (the third act sérstaklega).

Það sem found-footage myndir hafa vanalega gert (þriller/hryllings/hrollvekja) er að gefa manni af og til hint svo að áhorfandin viti nú eitthvað hvað er í gangi. Lyngdal og höfundurinn hafa víst hlupið á vegg þegar það átti að koma á því. Ef að myndin hefur ekki þetta svokallaða „hint“ svo að áhorfandinn spyrji fjölbreytilegar spurning sem ýmindunaraflið gaf þeim þá hefur myndin ekkert point og eina spurningin sem kemur til greina er: „Hvað í fokkanum var ég að eyða tímanum mínum í ?!“. En ef ég æti að gefa myndinni eitthvað kredit þá er það leikurinn (frekar limited), staðsetninginn (veðrið gaf myndinni smá mood og sumir staðirnir) og eitt krípí atriði.

Einkunn: D

Skásta atriðið: Krípí atriði. Semsagt þegar einn aðillinn nær að anda útúr sér: Við vöktum eitthvað.

Versta atriðið: (Spoiler, you have been warned) Þegar myndin dettur í raunveruleikann. Það var ekki slæm hugmynd, það var samt slæmt því aðstendendur myndarinnar hefðu getað breytt um stefnu og bjargað myndinni…en nei.

Auglýsingar

Rise of the Planet of the Apes: Aparnir rísa…sort off.

10 Sep

Image

Ég er í þeim minnihlutahópi að fíla þessa mynd ekki rassgat. Eina sem ég sá var að leikararnir og allt fólkið sem voru að vinna á bakvið myndina voru að fá launaseðillinn sinn,   þetta er Paycheck all over again, mjög lofandi hópur af fólki að gera algjöra meðalmennsku-mynd með óþarflega langan titil, án djóks bara betri titill hefði bjargað myndinni…smá. Á meðan umfjölluninn gengur þá mun ég kalla myndina Rise of the Apes, just to make it clear.

Myndin var drullu flott. Weta gerði þetta fullkomnlega vel með apa tölvubrellurnar og allt annað kringum myndina. Hasar atriðin voru flott og tjáningarsamskipti apanna er algjörlega fantastic, en það sem dregur myndina niður er virkilega einfalt og þetta eru hlutir sem eru búnir að draga „of-hype-aðar“-myndir í of langan tíma: Ofnotkun af melódramatík milli þunnra persóna. Án efa hefur er þessi galli einn versti galli sem einnhverntímann hefur komið uppá yfirborðið. Og það versta við þessa mynd er að það er of mikið af mannlegum samskiptum, þegar apatriðinn eru ekki þá eru mennirnir sem eru að tala og mér bara get ekki verið meira sama hvað er verið að gerast. Svo er þetta líka svo mikið svekk!

Of margir góðir leikarar komu nálægt myndinni. Við erum að tala um James Franco, Brian Cox, John Lithgow og Tom Felton (Ameríski Malfoy, sem var btw bara böggandi allan tímann, frekar einhæf persóna). Allir þessir leikarar sem leika vel en voru blörrí allan tímann. Ég svona ándjóks get ekki nefnt neitt sérstakt atriði sem tilfinningalega-eða líkamlega hreyfði mig. Nema einn leikari sem var sá eini sem átti að skipta einnhverju máli og það er Andy Serkis. Þrátt fyrir geðveikan leik þá virtist svo vera að það var bara fókuserað á hann. Sem er lame því ef að myndin á barað beinast á hann þá er nauðsynlegt að skreita persónurnar sem koma sögunni líka við.

Hvað skal segja, drullu ofmetinn mynd. Flott, geðveikt flott en vá hvað þetta var samt mikið waste of time. Þetta hefði getað verið flott og kannski góð 90 mínútna mynd um súpergáfaðan apa, horfir á heiminn sem helvíti, finnst að aparnir ættu frekar að ráða völdum og gerir þá uppreisn, þá kemur annað let-downið, þetta hefði getið orðið way betri uppreisn. Flott atriði en vááá var þetta allt of sumt?!

Einkunn: C

Besta atriðið: Finnst montage ekkert það góð, finnst það stundum vera svindl en þegar hann var í skóginum og breyttist frá littlum apa yfir í full vaxnan var virkilega flott frekar krúttlegt.

Versta atriðið: NOOOOOO! Kjánahrollur.

Jay and Silent Bob Strike Back: Big Budget Stoner mynd eftir Kevin Smith

7 Sep

Image

Nærrum því allt eftir Kevin Smith hefur verið í spilun hjá mér reglulega, því gæjin er skemmtilegur og über fyndin. Þá er ég að tala um Clerks 1&2, Mallrats, Chasing Amy, Dogma, Red State, Zack & Miri, Evening with (1,2 og 3), Too Fat for 40, Burn in Hell og núna nýjasta Jay and Silent Bob Get Old sem ég horfði á núna fyrir stuttu og eftir áhorf fór ég að pæla hvort að Jay and Silent Bob Strike Back væri jafn góð og ég sá hana síðar því þegar ég heyri fólk tala um hana þá verður hún eitthvað svo ófyndin. En, þá var ég barað tala við einnhverja hálvita. Því þessi mynd are awesome. Hún er heimsk, drullu fyndin, með Kevin Smith einkahúmor og gerir grín af Hollywood myndum sem voru að koma út á þessum tíma. En samt ekkert perfect eða neitt þannig.

Það sem hefur alltaf verið galli hjá Kevin Smith er að hann reference-ar of mikið í myndirnar hans og hefur virkað misvel (Ben Affleck og Matt Damon senan var samt fokking brilliant!) og þessi var með whoole bunch af þeim. Það er eiginlega það sem dregur myndina geðveikt mikið niður. En annars þá er hún góð, ég meina, hvað geturu fengið úr mynd sem er með Jay og Silent Bob í aðalhlutverki? Þetta er það besta sem gat verið gert og þurfti endilega að koma með allar ‘hinar’ persónurnar sínar sem voru góðar í hinum myndum og það var bara nóg, virkaði stundum, en kommon! Ég gíska á það að þegar Kevin var að reynað finna út hvert hann átti að fara með myndina næst þá ákvað hann „Hey, best að koma með alla hinar persónurnar sem ég hef notað áður og treð þau í myndina til þess að getað farið með myndina eitthvert, því það er smart move!“.

Það besta við myndina eru að hún er drullu skemmtilegt. Barað fylgjast með þeim er awesome og ógeðslega gaman, því að þrátt fyrir að það er búið að nauðga þessum persónum í drasl þá eru þeir alltaf jafn skemmtilegir. Jay er svo ógeðslega heimskur og Bob (Mr. Smith) er með bestu línu sem hann hefur sagt í öllum þeimm myndum sem hann hefur komið fram í. Mest eftirminnilegasta líka, fyrir utan auðvitað ‘Chasing Amy’-söguna, drullu cool.

Annars, þessi mynd er algjör klassík þegar kemur að því að hafað ofhorft á þessa mynd í æsku og mun gera það þanga til ég dey. Og ef ég tala um þessa mynd sem Smith-mynd þá er hún ekki langt frá því að vera eins og Dogma: Langar til að gera stærra og eitthvað meira auðruvísi en samræður, sem er gott, en feilar samt. Samt gott stöff. Hvað get ég ekki annað en sagt að ég er mjög mikill Kevin Smith og get endalaust horft á stöffið hans.

Einkunn: B

Besta senan: Þegar Jay og Bob eru að tala við Affleck úr Chasing Amy. Ennþá fokking fyndið.

Veikasta atriðið: Öll atriðin á settinu þegar er verið að gera Bluntman & Chronic.

Jóhannes: Ofmetin gott fólk, svo ofmetinn.

3 Sep

Ansi langt síðan ég bloggaði seinast og lofaði ykkur bloggi. Málið er að netið algjörlega bráðnaði hjá mér (of mikið download? maybe baby). En í dag ætla ég að gagnrýna fyrir ykkur ofmetnuðustu mynd allra tíma. Jóhannes.

Image

það fóru allir á þessa mynd og þá meina ég allir! Og ástæðan var sú að þetta er fyrsta aðalhlutverk Ladda…ever. Samt hefur hann verið í öllu. En var hann góður í henni? Auðgleymanlegur as fuck. Var hann fyndin? Nei. Var eitthvað fyndið í myndinni? O hell no! Þannig að vera var tilgangurinn með þessari mynd? Enginn, bókstaflega enginn. Svo tilgangslaus! Hún hafði engan boðskap, enga persónuþróun, ekkert build-up fyrir eitthvað almennilegt efni nema eitthvað í endanum sem skildi ekkert eftir sig, Laddi var glataður, Unnur Birna er örugglega fín gella en hver í anskotanum sá leikkonu í henni og hvaðan koma allir þessir hörmulega aukaleikarar?!

Annars jú hún hefur eitthvað point (svokallað) og það er Laddi. Hann var víst rosalega fyndin í myndinni og ég sá það ekki. Plús, persónan hans var bara ‘einnhver’ og þegar ég meina með ‘einnhver’ þá er ég að meina þessa manneskju sem þú hittir útá götu, mánuði síðar hittiru hana aftur en hefur ekki hugmynd hver er. Þannig er var aðalpersónan fyrir mér og fyrir Ladda að leika þannig persónu þá á hann að geta gert eitthvað gott útúr honum það sem hann er frekar skrautlegur leikari. Talandi um leikara, restin af leikarahópnum voru einhliða og höfðu engin áhif. Stefán Karl var bara skúrkur, Stefán Hallur með reiðisvandamál, Unnur Birna hóra og kona Ladda í myndinni bara…kona Ladda í myndinni.

Þetta var bara eins og eitt asnalegt fillerí: Leiðinlegt, óskiljanlega blörrí, algjört gubb og frekar ósannfærandi (Give me the keys I can drive ASSHOLE I love you).

EInkunn: F

Besta atriðið: Þegar Jóhannes sagði óvart nafn persónu Unnur Birnu þegar hann var actually að gera konuna sína. HAHAHAHAHAHHAA Ég bara gat ekki hætt!

Versta atriðið: Það sem stendur fyrir ofan.

Altered (2006): Vanmetinn í drasl

21 Ágú

Image

Við erum ekki að tala um eitthvað meistaraverk en hún ætti samt að vera nefnd og mætti fara meira varlega á en það þurfti. Ég kíkti allaveganna á hana í dag og ég verð að segja, hún var mjög skemmtileg og með góðar hugmyndir á bakvið hana. Eduardo Sánchez (betri helmingurinn af The Blair Witch leikstjórunum tveimur) er búin að gera alveg nokkrar myndir sem enduðu dvd, sem er alveg skiljanlegt en samt hvernig hún var auglýst á sínum tíma er algjörlega til skammar, ég endurtek: Þessi mynd er MJÖG skemmtileg! Leikarahópurinn er óþekktur, eða samt ekki beint, sum þeirra hafa leikið í þekktum myndum en hlutverkin voru alls ekki stór. Allaveganna flest þeirra (þrátt fyrir hversu fá þau voru í myndinni) sýndu framm á því að þau kunna alveg að leika í réttum aðstæðum og gera það mjög vel, það koma samt alveg móment að þér langar til að gnísta tönnum og anda djúpt inn og segja: æjji. Handritið sjálft er gott, en loka þriðjungurinn fer í dáldið fokk, myndin er góð þanga til kemur að honum. Allt í einu verða persónurnar geðveikt heimskar og taka ákvaðarnir sem eru svo dumb að hálfa væri nóg. Fílingurinn í myndinni gríðalegur og allt er það að þakka byrjunarsenunni og til að hjálpa þér ef þú ætlarð að kíkja á þessa mynd góði lesandi: Ekki horfa á trailerinn eða eitthvað þannig, svínvirkar.Annars, fílaði myndina alveg, hef gaman af leikstjóranum, hugmyndirnar eru awesome, þetta er ekta mynd sem þú horfir með vinum til að dást og drulla yfir myndina á sama tíma. Vantar áhorfendur fyrir þessa mynd! Hún er þessi virði!

Einkunn: B

Fokking íslenska sjónvarpið marh.

20 Ágú

Þegar ég var krakki þá sat ég yfir sjónvarpinu 24/7 (btw, geðveikt album eftir GusGus) og muna eftir því að það var awesome efni í gangi. Núna hugsa ég til baka og muna eftir að það var ekki jafn awesome og ég man, eiginlega ekkert awesome. Og núna þarf maður að horfa allt inná netinu. Jújú sjónvarpið sýnir Game of Thrones, en hvað með allt þetta: American Dad, Family Guy, The Cleveland Show, American Horror Story, Louie og Weeds? Ekki man ég eftir að sjá neinu af því. Jú þetta kostar pening en þetta er allt saman legit awesomeness, þarf meira af því. Það vill enginn horfa á ‘Mr. Sunshine’! Ég meina, hver vill ekki horfa á hryllingsþætti sem er með gott drama, annað en leiðindarljós (þú veist hvað ég meina…). Íslenska sjónvarpið er búið að vera dautt í hjartanu mínu í mörg ár og ég vona að það breytir einnhverju. Bara sýna gott efni, kynna fólki fyrir awesome þáttum.

Semi gott að vera bitur stundum.

Hæbb.

20 Ágú

Er ekkert að deyja yfir því að blogga en svo margir meistarar eru búnir að inspire-a mig til að byrja (www.biofikill.com og http://www.gottglap.wordpress.com). Veit ekki alveg hvort að ég mun gera þetta að eilífu en sjáum til. Annars, ég heiti Sölvi Elísabetarson og einn af þeim sem eyddi allri æskunni fyrir framan sjónvarpið og horfði á awesome efni eins og Pókémon, Scooby Doo, Dexter’s Laboratory, The Powerpuff Girls og svo fleira. En sá líka fokking hræðilegt efni eins og: Inspector Gadget, The Lost World, Resident Evil og IT voru í miklu uppáhaldi hjá mér og það koma moment sem mig langar að fara aftur í tímann og flugskalla þennan krakka í bakið.

Með þessari bloggsíðu mun ég gagnrýna eitthvað sem ég er búin að sjá (nýtt eða gamalt) eða bara skrifa löng ástarbréf til leikstjóra sem ég er búin að halda uppá í mörg ár (Stanley Kubrick, Christopher Nolan, Lars Von Trier, David Fincher og Peter Jackson) eða leikstjóra sem ég hata (svo langur listi, en bara smá taste: M. Night Shyamalan, Todd Philips og Paul W.S. Anderson).